Við kaupum róbot

Aug 28, 2013 No Comments by

Á síðustu árum hefur svokallaður aðgerðar-þjarki (róbót) verið tekinn í notkun á helstu sjúkrahúsum í nágrannalöndunum. Áhald þetta nýtist til margvíslegra skurðaðgerða, sérstaklega þó við þvagfæraskurðlækningar sem og við aðgerðir á grindarholslíffærum kvenna. Aðgerð með þessari aðferð eru inngripsminni en ella, bati er skjótari og hægt að hlífa betur nærliggjandi líffærum og viðkvæmri starfsemi. Í raun er um að ræða framlengingu á fingrum skurðlæknisins. Allar hreyfingar verða nákvæmari og sýn skurðlæknisins á aðgerðarsvæðinu framúrskarandi.

Nú er hafin söfnun til kaupa á aðgerðarþjarka fyrir Landspítala – Háskólasjúkrahús.

Nánari upplýsingar er að finna á www.islandsbanki.is/robot

Almennt efni

About the author

Eiríkur Orri Guðmundsson er menntaður þvagfæraskurðlæknir og starfar á þvagfæraskurðdeild Landspítala – Háskólasjúkrahúss. Hann er einnig með læknastofu í Læknastöðinni Glæsibæ, Álfheimum 74, 108 Reykjavík. Hægt er að panta viðtalstíma í síma 535-6800.
No Responses to “Við kaupum róbot”

Leave a Reply